Þetta kvöld hefur verið afskaplega rólegt. Sú eldri í þorrablóti skólans, ég veit góa byrjuð. Smá togstreita á heimilinu hvort hún mætti mála sig. Ég gaf eftir og keypti maskara og svo á hún gloss. Hún fór sem sagt svaka fín og sæt á blótið. Kom heim um 22:30 bara nokkuð ánægð. Við Brynhildur vorum tvær heima með flögur og kók. Horfðum saman á Barnaby. Ég hef ekki tölu á kossunum sem hún gaf mér. Henni fannst greinilega notalegt að eiga mömmu bara ein litla kvöldstund.
1 ummæli:
Sko stóru skottu, flott hefur hún verið. Og nauðsynlegt (og frábært) að eyða smá tíma með krökkunum hverju fyrir sig.
Skrifa ummæli