þriðjudagur, 23. júní 2009

Þessa vikuna er...

... Brynhildur í listabúðum á Eiðum. Ég sakna hennar mikið en hlakka óskaplega að hitta hana á föstudaginn. Það er rosalega gott að vera í fríi. Hef haft nöfnu mína hjá mér meira en venjulega sem er afskaplega skemmtilegt.

mánudagur, 8. júní 2009

Komin heim

Mikið er gott að koma heim. Nú er bara einn og hálfur dagur í sumarfrí. Ég hlakka virkilega til.

föstudagur, 5. júní 2009

Í dag fórum...

... við hring á Reykjanesinu. Byrjuðum daginn á að Þorbjörn fór á fund og við stelpurnar skoðuðum sýningar í Duushúsi. Olga Bergmann var með geggjaða sýningu og svo var mjög flott sýning sem kallast Völlurinn. Til sýnis voru hlutir frá því kaninn var og hét. Eftir að fjölskyldan sameinaðist aftur var sundlaugin prófuð og svo haldið í bíltúr um nesið. Örþreytt komum við heim rétt fyrir kvöldmat og beið okkar aldeilis frábær kjúklingaréttur sem tengdó var að prófa. Núna verða ég að viðurkenna það að ég er ansi þreytt og hlakka til að fara í háttinn.

sunnudagur, 31. maí 2009

Mikið er ég...

... glöð og ánægð með daginn. Þorgerður var fermd í dag og var athöfnin afskaplega falleg. Veðrið spillit ekki fyrir hvað þá kræsingarnar sem bornar voru á borð og fólkið sem lagði á sig að keyra þvert yfir landið til að vera með okkur á þessum góða degi. Nú eru allir farnir heim, við komin með tærnar upp í loft sötrandi hvítvín. Á morgun mæta svo allir í hádeginu í afganga.

sunnudagur, 12. apríl 2009

Komum heim frá...

... Reykjavík í gær. Ísold var fermd í gær og var aðeins hinkrað á Höfn og troðið sig út af dýrindis kökum og krásum. Vorum örþreytt þegar við komum í gærkvöldi. Tókum samt allt upp úr töskunum og gerðum pínu huggulegt fyrir páskadaginn sjálfann. Hjá okkur eru engar sérstakar páskavenjur við erum jú alltaf rétt komin heim á páskadag eða á leiðinni eða rétt ókomin. En svona er þetta bara. Það er nauðsynlegt að rækta frændgarðinn og er páskafríið tilvalin tími. Áttum góða daga í Reykjavík. Veðrið frábært og slöppuðum við af við að versla :), liggja í sundlaugunum og hvíla okkur hjá Stínu sys eða Sunnuflötinni. Borðuðum vel og fórum í bíó.

laugardagur, 21. mars 2009

Í dag fór ég...

... í bongó blíðu til Neskaupstaðar. Kom heim um kl. 14:30 og beint inn í íþróttahúsið að horfa á hana Brynhildi keppa í fimleikum. Hún er auðvitað lang, lang best af öllum að mínu mati. Dátlítið svekkjandi að eyða svona fallegum degi innandyra. Eftir mótið var farið í eins árs afmælið hennar Jöklu og svo heim. Þegar heim var komið var sturtað í sig hvítvíni og borðarður skyndibiti. Passar mjög vel saman. Lífið er ljúft.

sunnudagur, 15. mars 2009

þriðjudagur, 24. febrúar 2009

Þegar ég kom....

... kom heim í dag rotaðist ég í sófanum. Í dag var foreldradagur. Ég var virkilega lúin eftir daginn.

þriðjudagur, 10. febrúar 2009

Þá er búið...

... að bóka gistingu fyrir sumarfríið. Við öll ætlum að arka Laugarveginn með Ruth, Kobba, Ísold, Hoffí og nokkrum í viðbót. Mannsi ætlar að trússa. Ég hlakka mikið til.

sunnudagur, 8. febrúar 2009

Helga frænka mín...

... er á skíðanámskeiði. Námskeiði er fyrir 3-5 ára krakka. Það er alveg ótrúlega krúttlegt að sjá þau rennar sér niður brekkuna. Hér eru myndir af henni og mömmunni áður en námskeiðið byrjaði. Náum vonandi myndum af henni bruna niður brekkuna næst. Laugardagurinn var afskaplega fagur og nutum við sælunnar í Stafdal.sunnudagur, 1. febrúar 2009

Til hamingju Íslendingar

Loksins almennilegt fólk að stjórna landinu.

laugardagur, 24. janúar 2009

Í gærkvöldi var...

... hið árlega þorrablót hér á Egilsstöðum. Við hjónin skemmtum okkur vel. Sungum átum og drukkum. Dönsuðum og tjúttuðum lengur en við erum vön. Næst er það svo Jökuldalurinn eftir tvær vikur. Mikið hlakka ég til.

laugardagur, 17. janúar 2009

Hún Þorgerður okkar...

hefur sérlega gaman að því að baka. Ekki er nú alltaf allt til sem þarf í kökurnar og þá er bara fundið eitthvað annað til að hræra saman við degið. Hún notar bara hugmyndaflugið og yfirleitt kemur þetta nú ágætlega út hjá henni. Eitthvað er hún nú lík Finnu Dóru ömmu sinni með þetta.

sunnudagur, 11. janúar 2009

Þá hef ég ...

... aftur tekið upp prjónana. Nú er prjónað í frumburðinn. Við fundum ægilega sæta peysu í blaði nirði í kauffó. Og nú er ég byrjuð að þræla fram og til baka. Vonandi verður þetta ekki allt of vítt á hana, hún er nebblega svo ansi mjó.Það er þessi bláa.

laugardagur, 10. janúar 2009

Brynhildur er...

... mesta raskatið á okkar heimili.

þriðjudagur, 6. janúar 2009

Jól í kassa

Nú eru jólin komin ofan í kassa, upp í skáp og út á götu. Við vorum nokkuð snögg að taka jólaskrautið niður. Það er alltaf pínu tregi í mínu hjarta þegar kúlur og hjörtu eru tekin af fallegu tré og því svo hent út á götu. Frekar sorglegt að sjá þessi fallegu tré sem rusl á götunni en ég get bara ekki hugsað mér að hafa gervitré svo ég læt mig hafa þetta. Ég ætla að vísu að njóta þýska trédótsins aðeins lengur.

sunnudagur, 4. janúar 2009

Í dag fór ég...

... út að hlaupa. Stundum nenni ég varla og þannig var ástandið í dag. Mér datt því í hug að fá ipotið minnar yngri lánað. Mín dansaði hringinn sinn með Mamma Mía í eyrunum. Veit ekki hvað fólk hélt sem mætti mér. Bros út að eyrum og hefði geta farið flikk flakk, heljarstökk, hnakka og hliðarstökk ef ég bara hefði þorað. Mæli með þessari tónlist á skokkið ef þér leiðist að hlaupa ein/einn. Eina skilyrðið er að hafa gaman af tónlistinni.

föstudagur, 2. janúar 2009

Hvíldartíminn

Nú er hvíldartíminn brátt á enda. Við erum vel hvíld eftir góða daga. Við vorum ekki búin að snúa sólarhringnum mikið á hvolf en þó fórum við seinna í rúmið en venja er. Húsbóndinn fór í vinnuna í morgun. Útvarpið í gang kl. 8. Kúrt í smá stund. Hann kom húsfreyjunni á fætur með vænum kaffibolla og stelpurnar voru komnar á lappir stuttu seinna. Það er alltaf notalegt að fá smá frí en enn notalegra að komast aftur í rútínu. Hlakka til að byrja að vinna aftur!!!!