sunnudagur, 30. mars 2008

Glöð stelpa...


... eftir gott fimleikamót, tvö gull og eitt silfur. Geri aðrir betur.

Bóndinn gaf mér...


... þessa fínu flík í jólagjöf. Algjör dásemd í hretinu.

Við keyptum...

... okkur vinnukonu á föstudaginn. Hljóðlát og gerir það sem við biðjum um. Bara að ýta á einn takka og þá malar hún eins og köttur.

sunnudagur, 23. mars 2008

Gleðilega páska!

Þá erum við aftur komin heim. Suðurferðin var bara hreint ágæt. Við versluðum dálítið mikið en gerðum margt annað skemmtilegt t.d. fór stórfjölskyldan í myndatöku. Ég hitti sérfræðinginn minn vegna brunasáranna. Fékk kannski ekki mikið út út því og þó. Þorbjörn túlkaði Pílatus í Hallgrímskirkju í Jóhannesarpassíu eftir Arvo Pärt. Hann brá ekki út af vananum og söng eins og engill, kannski ekki hægt að líkja Pílatusi við engil. Á föstudaginn langa keyrðum við heim í yndislegu veðri. Í gær var keypt inn fyrir páskana. Nú lítur húsið virkilega vel út, túlípanar, páskaliljur og annað páskaskraut prýða stofuna. Við fórum og kíktum á litlu frænku sem er að sjálfsögðu algjör dúlla. Í dag er jafnvel hugmynd að fara á skíði. Kannski frúin bregði sér með þó ekki til að renna sér. Njótið dagsins.

mánudagur, 17. mars 2008

Mikid afskaplega er...

...gaman ad fara ad versla fot a unglinginn. I gaer forum vid og keyptum fot a Thorgerdi. Hun matadi og matadi. Valdi svo thrar fallegar flikur. Mamman skemmti ser konunglega.

sunnudagur, 16. mars 2008

Tha erum vid...

... komin til hofudborgarinnar. Vid komum i gaer. Logdum af stad eftir hadegid. Brynhildur var ad keppa a fimleikamoti og rakadi thar inn verdlaunum. Foreldrarnir eru afar soltir af henni. Hun skin eins og sol i heidi. Ferdin var long en skemmtileg. Landid skartadi sinum fegursta vetrarbuningi. Vedrid gat ekki verid betra. Nu taka vid verslunadagar, heimsoknir, samverustundir med skyldmenum og innlit til serfraedinga.

þriðjudagur, 11. mars 2008

Þá er upplestrarkeppnin

... búin. Þorgerður stóð sig afskaplega vel. Ég er mjög stolt af henni. Verst hvað ég var stressuð.

sunnudagur, 9. mars 2008

Sú eldri var...

... var að æfa sig fyrir stóru upplestrarkeppnina sem fram fer á þriðjudaginn. Í undankeppninni heyrði ég hana lesa og las hún vel en aðeins of hratt. Í dag hafa foreldrarnir verið að hægja á lestrinu, reyna a.m.k. Vona að hún hljómi ekki eins og Dóóóóóraaaaa ííííííí Neeeeeeeeeemóóóóóóó þegar til skal taka.

laugardagur, 8. mars 2008

Stelpurnar bjuggu til...

... æðislegan eftirrétt í ísvélinni. Tropical sorbet. Ýkt góður.

Eins og tenórinn...

... segir á blogginu sínur er síðasti hreindýrsbitinn runnin niður. Hvílíkt og annað eins. Allir bitarnir sem við borðuðum bráðnuðu upp í okkur (reyndar ekki hakkið). Í kvöld var lund og þrihyrningur. Þeir voru mis þykkir. Þess vegna ákváðum við að steikja allt jafn lengi. Stelpur eru, eða það héldum við, ekki hrifnar af rauðu kjöti. Annað kom í ljós. Sú eldri sagði meira að segja: Ég þarf ekkert að bíta í þetta, kjötið bráðnar upp í manni. Allir fengu þó að smakka rautt og mjúkt kjöt. Ákváðum að gera þetta aftur næsta haust þ.e.a.s að kaupa aftur hreindýr. Vonandi verðum við jafn heppin.

Annars spiluðu stelpurnar á tónleikum í dag. Við foreldrarnir eru ákaflega stolt af dætrum okkar. Vel gerðar og góðar stelpur.

Bis bald!!!!!!