þriðjudagur, 31. júlí 2007

Fjölgun

Þá erum við komin frá hinni frábæru Ítalíu. Segi betur frá ferðinni seinna ásamt myndum. Við keyrðum heim í dag. Áður en við lögðum í hann var komið við í dýrabúð og keyptur sætur lítill pási sem var gefið nafnið Sókrates. Greyið þurfti að keyra með okkur í átta klukkustundir. Núna þessa stundina er hann í afslöppun. Ætli hún þurfi ekki að standa í nokkra daga. Vonandi hefur hann ekki bilast á þessu volki.

fimmtudagur, 12. júlí 2007

Planið, planið, planið

Við höfum hugsað um lítið annað síðustu daga. Nú vantar okkur bara einn poka í viðbót til að geta klárað að leggja á planið. Við reiknuðum bara pínu vitlaust í upphafi eða þá að planið hafi stækkað eftir að við fórum að leggja á það. Vonandi fáum við pokann í kvöld og klárum á morgun því að laugardaginn er stefnan sett suður á land.

Hér er smá sýnishorn.


Ég fór snemma í morgun að tína upp úr pokum. Veðrið var frábært.


Þorbjörn að sandsópa.

föstudagur, 6. júlí 2007

Rólega deildin

Í dag héldum við upp á afmælið hennar Brynhildar. Á afmælisdaginn verðum við að heima eins og venjan er. Það getur verið hrikalega fúlt að eiga afmæli í miðjum júlí. Jæja hún bauð krökkum úr bekknum sínum. Við hjónin erum vön mjög háværum hóp ungra stúlkna þegar sú eldri á afmæli. Við gleymum hins vegar alltaf hversu róleg bekkjarfélagar þeirrar yngri eru. Þau eru svo róleg að húsfrúin sofnaði á meðan afmælinu stóð.

mánudagur, 2. júlí 2007

Spurning

Í einni örugglega ágætri búð hér á Austurlandi eru til sölu:
Ljós og lampar.
Hljómtæki og sjónvörp.
Video og DVD spilarar.
Myndavélar og kíkirar???????????