sunnudagur, 12. apríl 2009

Komum heim frá...

... Reykjavík í gær. Ísold var fermd í gær og var aðeins hinkrað á Höfn og troðið sig út af dýrindis kökum og krásum. Vorum örþreytt þegar við komum í gærkvöldi. Tókum samt allt upp úr töskunum og gerðum pínu huggulegt fyrir páskadaginn sjálfann. Hjá okkur eru engar sérstakar páskavenjur við erum jú alltaf rétt komin heim á páskadag eða á leiðinni eða rétt ókomin. En svona er þetta bara. Það er nauðsynlegt að rækta frændgarðinn og er páskafríið tilvalin tími. Áttum góða daga í Reykjavík. Veðrið frábært og slöppuðum við af við að versla :), liggja í sundlaugunum og hvíla okkur hjá Stínu sys eða Sunnuflötinni. Borðuðum vel og fórum í bíó.