mánudagur, 29. desember 2008
Ég eldaði...
... blaðlauks kartöflusúpu í kvöldmatinn. Hún var bara ansi góð og með voru heimabakaðar gerbollur. Er ég ekki myndó????
laugardagur, 27. desember 2008
Jólin hafa verið...
... hreint út sagt frrrrábær. Á aðfangadagskvöld spiluðu gullmolarnir mínir í aftansöngnum kl. 18. Ég get nú ekki sagt annað en ég hafi verið afar stolt af mínu liði. Við áttum saman gott og afslappað kvöld. Á jóladag drifum við okkur á fætur og vorum komin út í Kirkjubæ kl. 13. Þar spilaði tríóið aftur með pabba. Mér fannst þetta í raun mun hátíðlegri stund en kvöldið áður. Það er eitthvað við það að fara út í sveit og fara í gamla kirkju, sitja á hörðum bekkjum. Mér fannst alveg sérstakt að sjá sólina skína inn um gluggana svo fallega appelsínugula. Ekki spilltu glitskýin á leiðinni heim fyrir. Á annan fórum við í boð til mömmu og pabba. Við borðuðum góðan mat og spiluðum. Það var virkilega gaman og notalegt. Í dag drifum við hjónin okkur loksins út í göngutúr. Við erum orðin helst til miklar sófakartöflur og er meiningin að breita því.
Í dag á tengdapabbi afmæli og óska ég honum innilega til hamingju með daginn.
Í dag á tengdapabbi afmæli og óska ég honum innilega til hamingju með daginn.
sunnudagur, 21. desember 2008
Jólaundirbúningurinn...
... í fullum gangi. Fyrir þá sem langar til að fylgjast með okkur á 16 þá erum við að verða búin að ÖLLU!!!!! Búið að þrífa stofu, eldhús, herbergi stelpnanna, taka til í skotinu á ganginum og þvottahúsinu. Í dag var jólatré sótt og valdi Brynhildur tréð. Hún hefur kvartað undan því hversu hátt jólatré foreldrarnir velja. Hún vill lítið jólatré. Nú fékk hún sem sagt að ráða. Fór með afa upp í skóg að ná í tré. Mér var nú ekki alveg sama og sagði við hana áður en hún fór að það mætti nú ekki vera mikið minna en hún sjálf. Auðvitað ekki svaraði sú stutta, því þá komum við ekki öllu skrautinu á tréð. Mér var mikið létt. En hér eru myndir úr skóginum í dag.
föstudagur, 19. desember 2008
fimmtudagur, 18. desember 2008
Í dag var...
... síðasti kennsludagur fyrir jól hjá okkur mæðgum. Það er jólaskemmtun fyrir Þorgerði í kvöld og jólaböll fyrir okkur Brynhildi á morgun. Brynhildur les upphaf jólasveinakvæðisins Jóhannesar úr Kötlum og ætla ég að hlusta á hana. Hlakka til. Stór dagur er hjá Þorbirni. Hann útskrifar í fyrsta skiptið. Ég hlakka til þegar við erum öll komin í frí og getum byrjað að undirbúa jólin saman. Var að vona að á sunnudaginn yrði aftaka bylur en mér verður ekki að ósk minni.
sunnudagur, 14. desember 2008
Bakstur
Ég er afskaplega ánægð með okkur hér á 16. Á föstudaginn voru bakaðir Sörubotnar og smurt ofan á þá og þeir hjúpaðir í gærkvöldi. Í dag er frumraun mín í Stollubakstri. Nú er "stollan" mín í ofninum svo ég get svo sem ekki montað mig mikið ennþá en ég er afskaplega ánægð með mig.
Í gær var frábær jólamarkaður. Við keyptum okkur rykkling og síld. Við smökkuðum reykt geitarkjöt sem bragðaðist mjög vel og síðast en ekki síst hrátt hangikjöt. Hægt var að fá ketilkaffi, vöfflur og rússasúpu. Margt fallegt og skemmtilegt var að skoða og sjá. Hlakka til ef skógarbændur á Héraði taka aftur upp þráðinn fyrir næstu jól.
Í gær var frábær jólamarkaður. Við keyptum okkur rykkling og síld. Við smökkuðum reykt geitarkjöt sem bragðaðist mjög vel og síðast en ekki síst hrátt hangikjöt. Hægt var að fá ketilkaffi, vöfflur og rússasúpu. Margt fallegt og skemmtilegt var að skoða og sjá. Hlakka til ef skógarbændur á Héraði taka aftur upp þráðinn fyrir næstu jól.
þriðjudagur, 9. desember 2008
Ég er orðin...
... dálítið þreytt á kvefinu sem á mig hefur herjað. Sé fram á að vera heima þriðja vinnu daginn í þessari viku. Ég er búin að vera stútfull af kvefi síðan á föstudag og ekki bætti úr skák að í gærkvöldi blossaði upp mjög svo óþægileg hálsbólga. Ef geðheilsan fengi að ráða væri ég mætt í vinnu. Þetta er hreint út sagt ömurlegt ástand á mér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)