laugardagur, 27. desember 2008

Jólin hafa verið...

... hreint út sagt frrrrábær. Á aðfangadagskvöld spiluðu gullmolarnir mínir í aftansöngnum kl. 18. Ég get nú ekki sagt annað en ég hafi verið afar stolt af mínu liði. Við áttum saman gott og afslappað kvöld. Á jóladag drifum við okkur á fætur og vorum komin út í Kirkjubæ kl. 13. Þar spilaði tríóið aftur með pabba. Mér fannst þetta í raun mun hátíðlegri stund en kvöldið áður. Það er eitthvað við það að fara út í sveit og fara í gamla kirkju, sitja á hörðum bekkjum. Mér fannst alveg sérstakt að sjá sólina skína inn um gluggana svo fallega appelsínugula. Ekki spilltu glitskýin á leiðinni heim fyrir. Á annan fórum við í boð til mömmu og pabba. Við borðuðum góðan mat og spiluðum. Það var virkilega gaman og notalegt. Í dag drifum við hjónin okkur loksins út í göngutúr. Við erum orðin helst til miklar sófakartöflur og er meiningin að breita því.

Í dag á tengdapabbi afmæli og óska ég honum innilega til hamingju með daginn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir í gær, kæra systir.
Við drifum okkur líka í göngutúr í dag með liðið og ætluðum að stytta okkur leið í gegnum Selskóg, en úllala... við vorum lengi á leiðinni í hvílíkri hálku með barnavagn og Helga Kolbrún flaug hundrað sinnum á hausinn, grét ekkert en sagði: ,,æj, ég held að ég skríði bara mamma. við skulum ekki fara í skóginn fyrr í sumar."
Ruth systir