... síðasti kennsludagur fyrir jól hjá okkur mæðgum. Það er jólaskemmtun fyrir Þorgerði í kvöld og jólaböll fyrir okkur Brynhildi á morgun. Brynhildur les upphaf jólasveinakvæðisins Jóhannesar úr Kötlum og ætla ég að hlusta á hana. Hlakka til. Stór dagur er hjá Þorbirni. Hann útskrifar í fyrsta skiptið. Ég hlakka til þegar við erum öll komin í frí og getum byrjað að undirbúa jólin saman. Var að vona að á sunnudaginn yrði aftaka bylur en mér verður ekki að ósk minni.
1 ummæli:
Hér er búinn að vera bylur í allan dag, gríðarlega jólalegt :)
Skrifa ummæli