fimmtudagur, 27. september 2007
Hér ligg ég...
... fullfrísk konana og baða mig í hjúkkulöðri. Ég er búin að horfa á ansi marga þætti af Greys og á eftir að horfa á fleiri í dag eða á morgun. Ég er sennilega orðin háð þáttunum í bili. Kannski búin að fá of mikið eftir helgi.
sunnudagur, 23. september 2007
Ég hlakka svo til að...
...losna við brjóstakremið úr andlitinu
...losna við umbúðirnar
...geta sofið á maganum
...geta sofið á hægri hliðinni
...faðma dætur og eiginmann án þess að klína í þau brjóstakremi
...fara út að ganga
...komast í klippingu
...fara að vinna
Það er svo gott að hlakka til.
...losna við umbúðirnar
...geta sofið á maganum
...geta sofið á hægri hliðinni
...faðma dætur og eiginmann án þess að klína í þau brjóstakremi
...fara út að ganga
...komast í klippingu
...fara að vinna
Það er svo gott að hlakka til.
laugardagur, 22. september 2007
Sér um sína
Þorbjörn sér um sína. Ekki er útlit fyrir vinnu alveg á næstunni. Sárin gróa hægar en ég reiknaði með. Mig vantar eitt stykki Harry Potter til að græða þetta á stundinni. Þar sem ég verð heima eitthvað fram í næstu viku fór minn eiginmaður og keypti nýja græju handa mér. Þarf ekki mikið til þess að fá græjukallinn til að fjárfesta í nýju. Nú erum við komin með DVD spilara að nýju. Nú get ég legið í sápulöðrinu Grey´s anatomy í nokkra klukkutíma. Ekki leiðinlegt það.
miðvikudagur, 19. september 2007
Þetta kemur
Í gærkvöldi þrjóskaðist húsbóndinn við og lét Blámann ekki friði fyrr en hann hafði sest á puttann á honum. Við höfðum svelt hann af uppáhaldsmatnum sínum, eplinu, allan daginn. Hann lét sig því hafa og fékk sér fingrafar í smá stund. Kannski við reynum það sama í kvöld.
mánudagur, 17. september 2007
Allt á floti
Já hér er allt fljótandi í berjasaft. Þvílík berjatíð. Mamma og stelpurnar voru duglegar að hreinsa af runnunum í garðinum á meðan við vorum í Reykjavík. Nú eru nokkur kíló af rifsberjum í frysti og nokkrir lítara af sólberjasafa. Svo er ísskápurinn fullur af flöskum með krækiberjasaft. Eins gott að við drekkum þetta eða gerum hlaup.
laugardagur, 15. september 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)