sunnudagur, 30. nóvember 2008
Enn ein helgin...
... á enda runnin. Þessi var mjög viðburðamikil miðaða við margar aðrar. Toppurinn var að í dag voru tvær litla frænkur hér hjá okkur. Systurnar Helga Kolbrún og Katrín Jökla voru hjá okkur meðan foreldrarnir brugðu sér af bæ. Við Þorbjörn fengum að rifja það upp að vera með tvær dömur aðra að verða 4 ára og hin að verða 10 mánaða. Við komumst að því að við höfum engu gleymt. Nú sitjum við í rólegheitunum og hlustum á jóladisk Anne Sofie von Otter og slöppum af. Diskurinn er þvílíkt dásamlegur.
föstudagur, 28. nóvember 2008
Í gærkvöldi fór...
... ég á námskeið í gerbakstri. Heimilisfræði kennarinn við skólann var með þetta námskeið. Lærði fullt af trikkum og er nú mun færari í að baka úr geri en áður, var samt mjög góð fyrir. Bakaði gómsæta afmæliskringlu, klippta og allt, sem rann vel niður í dætur og vinkonur þeirra í dag. Ég er svo ánægð með mig. Nú sit ég ein og sötra öl. Kallinn er að passa unglingana í skólanum sínum. Það er ball og ekki von á honum fyrr en seint. Grey hann.
laugardagur, 15. nóvember 2008
Berlínaraspirnar
Ég var að klára alveg yndislega bók. Berlínaraspirnar eftir Anne B. Ragde. Ef einhvern vantar lesefni þá mæli ég með henni. Bíð spennt eftir framhaldinu.
mánudagur, 3. nóvember 2008
Ekki gott að heyra
að Malarvinnslan sé að rúlla yfir. Fyrirtækið hefur verið áberandi hér frá því ég man eftir mér. Vonandi heitt og innilega að það takist að bjarga þessu fyrir horn svo fólk missi ekki vinnuna. Við hér höfum ekki fundið mikið fyrir þrengingunum fyrr en nú.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)