sunnudagur, 31. maí 2009

Mikið er ég...

... glöð og ánægð með daginn. Þorgerður var fermd í dag og var athöfnin afskaplega falleg. Veðrið spillit ekki fyrir hvað þá kræsingarnar sem bornar voru á borð og fólkið sem lagði á sig að keyra þvert yfir landið til að vera með okkur á þessum góða degi. Nú eru allir farnir heim, við komin með tærnar upp í loft sötrandi hvítvín. Á morgun mæta svo allir í hádeginu í afganga.