miðvikudagur, 30. apríl 2008

Frekar góð tilfinning....

... að æfingunni sem vera átti í kvöld er frestað. Kannski maður fái sér eitt rautt glas við kertaljós. Rómatíkin allsráðandi. Úti snjóar og snjór og inni kúrum við undir teppi við kertaljós með rautt í glasi. Finnst ykkur þetta ekki æði? Það finnst mér.

sunnudagur, 27. apríl 2008

Hún Þorgerður mín...

... er þrettán í dag. Hún er orðin táningur eins og stóð á einu afmæliskortinu. Til hamingju með afmælið dóttir góð.



Við eigum svo flotta stelpu.

föstudagur, 25. apríl 2008

Í nótt gistu...

... fimm stelpur hjá Þorgerði. Hún hélt upp á afmælið sitt með þessum hætti. Frábærar stelpur. Birti hér myndir þar sem þær flatmaga. Þær sofnuðu fyrr en mig dreymdi um. Klukkan rúmlega eitt var orðið hljótt. Klukkan rúmlega sjö var ekki lengur hljótt.




Um síðustu helgi...

... skruppum við norður í land. Ég sótti ráðstefnu á Akureyri á meðan renndu Þorbjörn og stelpurnar sér fimlega niður brekkur Hlíðarfjalls. Ég verð að birta myndir af þeirri frábæru ferð. Ég er svo ánægð fyrir þeirra hönd að hafa loksins komist á skíði fyrir norðan. Þetta hefur lengi verið draumur. Næst kem ég með.




miðvikudagur, 23. apríl 2008

Í Egilsstaðaskóla eru...

... frrrábærir nemendur og frrrábærir kennarar. Egilsstaðaskóli er sko besti skóli í heimi ;) Takk fyrir frrrábæran dag.



Hér er nemandi í 4 H að vinna eitt af verkefnunum.

mánudagur, 14. apríl 2008

Tár í augum

Ég dag fékk ég yndislega gjöf. Gamall kennari minn gaf mér möppu með alls kyns dóti sem hún hefur sankað að sér um tíðina. Hún Ninna kenndi mér í 3, 4, 5, og 6 bekk. Mér þykir ákaflega vænt um þessa gjöf. Ég á örugglega eftir að nýta mér helling af þessu. Fann t.d. bókmenntaverkefni um Múmínálfana, þemaverkefni um ævintýri, léttlestrarhefti og margt, margt fl.

sunnudagur, 13. apríl 2008

Það var virkilega...

... notalegt að fá bóndann fyrr heim í gær. Hann ætlaði að koma seinnipartinn en tók hádegisvélina í staðinn. Ég ætlaði að vera búin að skúra, skrúbba og bóna áður en hann kæmi, tókst náttúrulega ekki. Í dag er hann farin á skíði ásamt yngri dóttur og vinkonu hennar. Ég búin að fara út að hlaupa og heimsækja systur og frænku. Hún er alveg óttalega mikil dúlla. Í dag ætla ég að slappa af, vinna svolítið og fara á tónleika. Hlakka til.

sunnudagur, 6. apríl 2008

Í gær....

... skannaði Þorbjörn inn nokkrar eldgamlar myndir. Hverjir ætli séu á þessum myndum?