laugardagur, 24. janúar 2009

Í gærkvöldi var...

... hið árlega þorrablót hér á Egilsstöðum. Við hjónin skemmtum okkur vel. Sungum átum og drukkum. Dönsuðum og tjúttuðum lengur en við erum vön. Næst er það svo Jökuldalurinn eftir tvær vikur. Mikið hlakka ég til.

laugardagur, 17. janúar 2009

Hún Þorgerður okkar...

hefur sérlega gaman að því að baka. Ekki er nú alltaf allt til sem þarf í kökurnar og þá er bara fundið eitthvað annað til að hræra saman við degið. Hún notar bara hugmyndaflugið og yfirleitt kemur þetta nú ágætlega út hjá henni. Eitthvað er hún nú lík Finnu Dóru ömmu sinni með þetta.

sunnudagur, 11. janúar 2009

Þá hef ég ...

... aftur tekið upp prjónana. Nú er prjónað í frumburðinn. Við fundum ægilega sæta peysu í blaði nirði í kauffó. Og nú er ég byrjuð að þræla fram og til baka. Vonandi verður þetta ekki allt of vítt á hana, hún er nebblega svo ansi mjó.Það er þessi bláa.

laugardagur, 10. janúar 2009

Brynhildur er...

... mesta raskatið á okkar heimili.

þriðjudagur, 6. janúar 2009

Jól í kassa

Nú eru jólin komin ofan í kassa, upp í skáp og út á götu. Við vorum nokkuð snögg að taka jólaskrautið niður. Það er alltaf pínu tregi í mínu hjarta þegar kúlur og hjörtu eru tekin af fallegu tré og því svo hent út á götu. Frekar sorglegt að sjá þessi fallegu tré sem rusl á götunni en ég get bara ekki hugsað mér að hafa gervitré svo ég læt mig hafa þetta. Ég ætla að vísu að njóta þýska trédótsins aðeins lengur.

sunnudagur, 4. janúar 2009

Í dag fór ég...

... út að hlaupa. Stundum nenni ég varla og þannig var ástandið í dag. Mér datt því í hug að fá ipotið minnar yngri lánað. Mín dansaði hringinn sinn með Mamma Mía í eyrunum. Veit ekki hvað fólk hélt sem mætti mér. Bros út að eyrum og hefði geta farið flikk flakk, heljarstökk, hnakka og hliðarstökk ef ég bara hefði þorað. Mæli með þessari tónlist á skokkið ef þér leiðist að hlaupa ein/einn. Eina skilyrðið er að hafa gaman af tónlistinni.

föstudagur, 2. janúar 2009

Hvíldartíminn

Nú er hvíldartíminn brátt á enda. Við erum vel hvíld eftir góða daga. Við vorum ekki búin að snúa sólarhringnum mikið á hvolf en þó fórum við seinna í rúmið en venja er. Húsbóndinn fór í vinnuna í morgun. Útvarpið í gang kl. 8. Kúrt í smá stund. Hann kom húsfreyjunni á fætur með vænum kaffibolla og stelpurnar voru komnar á lappir stuttu seinna. Það er alltaf notalegt að fá smá frí en enn notalegra að komast aftur í rútínu. Hlakka til að byrja að vinna aftur!!!!