þriðjudagur, 6. janúar 2009

Jól í kassa

Nú eru jólin komin ofan í kassa, upp í skáp og út á götu. Við vorum nokkuð snögg að taka jólaskrautið niður. Það er alltaf pínu tregi í mínu hjarta þegar kúlur og hjörtu eru tekin af fallegu tré og því svo hent út á götu. Frekar sorglegt að sjá þessi fallegu tré sem rusl á götunni en ég get bara ekki hugsað mér að hafa gervitré svo ég læt mig hafa þetta. Ég ætla að vísu að njóta þýska trédótsins aðeins lengur.

Engin ummæli: