sunnudagur, 4. janúar 2009

Í dag fór ég...

... út að hlaupa. Stundum nenni ég varla og þannig var ástandið í dag. Mér datt því í hug að fá ipotið minnar yngri lánað. Mín dansaði hringinn sinn með Mamma Mía í eyrunum. Veit ekki hvað fólk hélt sem mætti mér. Bros út að eyrum og hefði geta farið flikk flakk, heljarstökk, hnakka og hliðarstökk ef ég bara hefði þorað. Mæli með þessari tónlist á skokkið ef þér leiðist að hlaupa ein/einn. Eina skilyrðið er að hafa gaman af tónlistinni.

Engin ummæli: