... vika hafa verið ansi skemmtilegar. Við skuppum um daginn til Akureyrar. Gerðum ekkert nema það sem okkur þótti gaman. Fórum út að borða, versluðum smá, kíktum í jólahúsið, sáum andanefjurnar, fórum í sund og enduðum á að sjá Mamma mia og skemmtum okkur konunglega. Komum heim rúmlega sólahring frá brottför endurnærð. Um síðustu helgi vorum við svo heppin að fá Hallveigu í heimsókn. Það er svo gaman að fá ættingja til okkar. Í dag vöknuðum við svo upp við snjókomu. Nú er haustið komið snjór, hálka og alles. Mamma og pabbi á leiðinni. Hlakka mikið til að hitta þau.
Í vinnunni er gaman. Mótleikari minn og ég erum bara gott par. Náum saman og skemmtum okkur.
þriðjudagur, 30. september 2008
miðvikudagur, 24. september 2008
Nú er miðvikudagur...
... en mér finnst vera föstudagur. Vikan fór heldur skarpt af stað og orkan farin að minnka nú þegar. Hvernig verð ég á föstudaginn?????
laugardagur, 6. september 2008
Dagur haustverkanna
Byrjuðum daginn á því að tína af rifsberja og sólberjarunnunum. Svo var soðið og fengin hrásaft. Nú er allt komið á flöskur og inn í frysti. Eigum nebblea engar krukkur þessa stundina. Ég fór með þær allar til að nota í skólanum. En þá er bara að safna aftur og taka einn og einn lítra úr frysti og búa til hlaup. Svo var pantað austurlamb frá Steina og Soffíu. Nú er fyrstiskápurinn okkar orðin nánast fullur. Kannski förum við á morgun og tínum nokkra sveppi. Vonum að veðrið verði jafn gott og í dag, 17 stig og sól.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)