þriðjudagur, 30. september 2008

Síðustu dagar og...

... vika hafa verið ansi skemmtilegar. Við skuppum um daginn til Akureyrar. Gerðum ekkert nema það sem okkur þótti gaman. Fórum út að borða, versluðum smá, kíktum í jólahúsið, sáum andanefjurnar, fórum í sund og enduðum á að sjá Mamma mia og skemmtum okkur konunglega. Komum heim rúmlega sólahring frá brottför endurnærð. Um síðustu helgi vorum við svo heppin að fá Hallveigu í heimsókn. Það er svo gaman að fá ættingja til okkar. Í dag vöknuðum við svo upp við snjókomu. Nú er haustið komið snjór, hálka og alles. Mamma og pabbi á leiðinni. Hlakka mikið til að hitta þau.
Í vinnunni er gaman. Mótleikari minn og ég erum bara gott par. Náum saman og skemmtum okkur.

1 ummæli:

Hallveig sagði...

Takk fyrir mig, það var dásamlegt eins og venjulega að koma til ykkar :D