föstudagur, 10. október 2008

Það var virkilega...

... notalegt að hafa enga miðla í gangi í kvöld. Slökkt var á sjónvarpi og útvarpi. Höfðum engan áhuga að heyra meira um þetta allt saman. Fyrir vikið áttum við sérlega notalega stund. Það er langt síðan ég hef legið með bók uppí sófa um kvöldmatarleitið á föstudegi. Ég mæli með því. Nú eru stelpurnar farnar í rúmið og ég bíð eftir tenórnum en vinnan kallaði í kvöld. Vel á minnst ég sá Tenórinn í gærkvöldi. Ég var mjög stollt af frændum mínum. Skemmti mér konunglega.

Engin ummæli: