föstudagur, 30. nóvember 2007

Pú og Pa

Á morgun byrjar þáttaröðin um Pú og Pa. Skondið að sú eldri man hvað er í fyrsta glugganum. Þetta er í þriðja sinn sem dagatalið er sýnt á RUV. Í fyrsta skiptið var sú eldri orðin til en ekki fædd og í síðara skiptið 5 ára. Það er sem sagt ponsu spenna.

Úti er virkilega...

... jólalegt. Í dag hefur verið slydduhríð og því notalegt að vera inni. Ég kom frekar snemma heim úr vinnunni. Frekar notó. Setti jóladisk á og mændi út í hríðina. Fæ mér kannski einn öllara, pöllara í kvöld. Enn meira notó. Annað kvöld ætlum við hjónin á jólahlaðborð. Ég hlakka verulega til. Ég er farin að hlakka virkilega til jólanna. Það er svo frábær tilfinning að hlakka til.

laugardagur, 24. nóvember 2007

Það er svo...

... notalegt að skríða fram úr þegar norðan hríð geisar úti.

laugardagur, 17. nóvember 2007

Bóndinn er .....

..... sokkinn í 24. Þetta eru ekki alveg þættir fyrir mig. Annars búin að vera ágætur dagur. Stelpurnar voru duglegar og við hjónin áttum okkar spretti í tiltekt. Ég var mjög ánægð í dag þegar ég fattaði að lesið er úr nýjum bókum á undan þættinum Orð skulu standa. Segi hér með að á milli 15:20 og 17 er heilagur tími á þessu heimili.

föstudagur, 16. nóvember 2007

Brunaslysið..

... ætlar að draga dilk á eftir sér. Ég er búin að vera í veikindaleyfi þessa viku og alveg óvíst hvenær ég get farið að vinna aftur. Ég verð að segja það að starfsfólkið hér á heilsugæslunni er fffrrrááábært. Ég bið svo sannarlega að allt sé að ganga rétta veginn núna. Ég gæti alveg þegið smá hjálp með það ef einhver vill vera svo góður.

þriðjudagur, 13. nóvember 2007

JIBBBÍÍÍ......

.... Eiður Smári skoraði. Ég er sko búin að bíða alveg rosalega lengi eftir þessu.

mánudagur, 12. nóvember 2007

Ekki líst mér...

... á það að herra Björgúlfur fari að styðja innlenda dagskrágerð hjá Rúv. Ég trúi mátulega því að hann komi ekki nálægt þessu. Var það ekki hann sem vildi kaupa DV til að leggja það niður af því það var honum ekki að skapi?

sunnudagur, 11. nóvember 2007

Horfði á...

...Edduna í kvöld. Svo sem ekki margt um þetta að segja. Hópur vina að veita sér og besta vini verðlaun. Mér fannst einn skera sig reyndar úr þeim hópi. Það var Gísli Einarsson. Það var eins og hann passaði ekki inn í elítuna. Hann var greinilega fulltrúi okkar "sveitalubbana". Þetta er jákvætt meint.

sunnudagur, 4. nóvember 2007

Sagði við tengdapabba...

...á leiðinni frá flugvellinum á föstudaginn, hvað engar jólaskreytingar. Hann glotti og bað mig að bíða róleg. Þegar við renndum upp að húsinu hans var körfubíll í næsta garði að hengja upp jólseríur. Bílinn búinn að vera allan daginn og unnið var fram yfir miðnætti. Í gærkvöldi var reyndar partí í húsinu en ég skil ekki hvað það kemur jólaskreytingum við. En okkur er ekki ætlað að skilja alla hluti.