þriðjudagur, 27. maí 2008

Þegar ég kom...

... heim í dag var stóóór geitungur í stofuglugganum. Þetta var greinilega drottning. Þorgerður hefur séð flugur koma undan pallinum. Ég gerði mér nú lítið fyrir og drap hana. Það voru ekki skemmtilegar aðfarir. Ég djöflaðist á henni með dagblaði og þegar hún var enn á iði eftir það náði ég í skólablað grunnskólans og hamaðist með því á´enni. Já ég er nú soldil hetja.

fimmtudagur, 22. maí 2008

Hvar eru...

... Færeyingarnir?????

Jibbí húrrei

Við komumst áfram!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Það er hálf...

... asnalegt að frumburðurinn skuli ekki vera heima. Hún fór með bekknum sínum í skólaferðalag á Mývatn. Hún fór í gær og hefur EKKERT haft samband síðan. Hlakka mikið til að fá hana heim á morgun.

Jæja...

... ætli Ísland komist áfram. Bara 2:21 nei 2:14 nei 2:08.... af símakostningu.

miðvikudagur, 21. maí 2008

Í dag drógum...

... við hjónin fram hlaupaskóna að nýju. Höfum ekki tekið sprett í tíu daga vegna krankleika frúarinnar. Vorkvefið herjaði á frúna í nokkuð marga daga. Bóndinn gerði allt sem hann gat til að frúnni batnaði. Söng marga fagra batni söngva. Og nú er frúin góð að nýju. Nú tekur við törn í skólanum. Vitnisburður og frágangur. Eins gott að vera í formi.

Fór annars í svona konu afmæli um helgina. Það var mjög gaman. Og nú er æft á fullu fyrir tónleika á sunnudaginn. Held bara að þetta verði nokkuð góðir tónleikar. Kammerkórinn hefur aldrei verið betri að mínu mati.

sunnudagur, 4. maí 2008

Þessa stundina eru...

... stelpurnar að baka súkkulaðiköku handa okkur í kaffinu. Við ætlum að hafa það rólegt hjá okkur í dag.

föstudagur, 2. maí 2008

Stundum hugsa ég ...

... ekki heldur framkvæmi einfaldlega. Í morgun átti ég svona Össurarmóment. Ég sá á bloggi Álfheiðar að hún hafði bókað bústað. Mér fannst lýsingin geggjuð og stökk til. Kíkti inn á orlofsvefinn og viti menn bústaðurinn var laus akkúrat daga sem hentuðu okkur vel. Hér verður sem sagt gist þrjár nætur á leiðinni heim.



Hafnir á Skaga.

Hér á að vera fjölskrúðugt fuglalíf (fuglakíkir á veröndinni), selir og falleg náttúra allt um kring.