miðvikudagur, 27. júní 2007
Rigningin er æði
Það var afskaplega notalegt að vakna í morgun og heyra í rigningunni dynja á þakinu. Ekki veitti af bleytu fyrir gróðurinn. Ég fór áðan upp í skóg og gekk smá hring. Skógurinn angaði unaðslegum birkiilmi. Allt rigninunni að þakka. Í kvöld ætlum við að hafa humarsúpu, byrjuðum að búa til soð kl. 11 í morgun. Heit súpa passar við veðurfarið úti.
þriðjudagur, 26. júní 2007
Framkvæmdir
Nú er allt að gerast hérna hjá okkur á 16. Kobbi mágur kom á gröfunni á laugardaginn, jafnaði og gróf skurð hér á planinu fyrir framan. Þorbjörn hamaðist á þjöppunni eftir hádegi í dag. Núna áðan komu steinarnir. Nú vantar okkur bara sand og svo er að byrja. Kannski verður planið til áður en við förum í frí. Hver veit. Hlakka mikið til þegar öllu verður lokið.
mánudagur, 25. júní 2007
Amma Ruth
Þennan mánaðardag árið 1913 fæddist amma Ruth í Þýskalandi. Hún hefði orðið 94 ára í dag. Í fyrra þegar við vorum á ferðinni stórfjölskyldan komum við í kirkjugarðinn í Wismar. Við fórum að ættargrafreit fjölskyldunnar mömmu. En því miður var búið að jafna allt við jörðu, taka steinana og leggja torf yfir. Það eru víða reglur sem við skiljum ekki að skuli vera til. Þar sem við stóðum sungum við til að minnast þeirra sem þarna hvíldu. Þetta var afar hjartnæm stund. Blessuð sé minning ömmu Ruthar.
sunnudagur, 24. júní 2007
Come again
Ég var að hugsa um að hætta þessu algjörlega. Einhver smá niðursveifla en nú er allt á uppleið.
Í síðustu viku gerðist ég dagmamma. Helga frænka mín og nafna var hér hjá mér. Það var virkilega gaman að gæta hennar þessa daga.
Helgin hefur verið viðburðarík. Á föstudagskvöldið fórum við í sólstöðugöngu. Ferðin var afar skemmtileg. Við urðum öll fyrir hughrifum þegar við sáum sólina síga bak við ský fallega appelsínugul rétt fyrir miðnættið. Á laugardaginn fórum við á skógardaginn mikla í Hallormsstaðarskógi. Gæddum okkur á nautakjöti, eldsteiktum lummum og ketilkaffi. Þetta var afar skemmtilegur dagur.
Í dag slóum við lóðina. Okkur tókst að skekkja hnífinn á sláttuvélinni, brjóta orfið og sólbrenna frekar mikið. Já svo sannarlega viðburðarík helgi.
Í síðustu viku gerðist ég dagmamma. Helga frænka mín og nafna var hér hjá mér. Það var virkilega gaman að gæta hennar þessa daga.
Helgin hefur verið viðburðarík. Á föstudagskvöldið fórum við í sólstöðugöngu. Ferðin var afar skemmtileg. Við urðum öll fyrir hughrifum þegar við sáum sólina síga bak við ský fallega appelsínugul rétt fyrir miðnættið. Á laugardaginn fórum við á skógardaginn mikla í Hallormsstaðarskógi. Gæddum okkur á nautakjöti, eldsteiktum lummum og ketilkaffi. Þetta var afar skemmtilegur dagur.
Í dag slóum við lóðina. Okkur tókst að skekkja hnífinn á sláttuvélinni, brjóta orfið og sólbrenna frekar mikið. Já svo sannarlega viðburðarík helgi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)