mánudagur, 25. júní 2007

Amma Ruth

Þennan mánaðardag árið 1913 fæddist amma Ruth í Þýskalandi. Hún hefði orðið 94 ára í dag. Í fyrra þegar við vorum á ferðinni stórfjölskyldan komum við í kirkjugarðinn í Wismar. Við fórum að ættargrafreit fjölskyldunnar mömmu. En því miður var búið að jafna allt við jörðu, taka steinana og leggja torf yfir. Það eru víða reglur sem við skiljum ekki að skuli vera til. Þar sem við stóðum sungum við til að minnast þeirra sem þarna hvíldu. Þetta var afar hjartnæm stund. Blessuð sé minning ömmu Ruthar.

Engin ummæli: