föstudagur, 29. febrúar 2008
Rólegt föstudagskvöld
Þetta kvöld hefur verið afskaplega rólegt. Sú eldri í þorrablóti skólans, ég veit góa byrjuð. Smá togstreita á heimilinu hvort hún mætti mála sig. Ég gaf eftir og keypti maskara og svo á hún gloss. Hún fór sem sagt svaka fín og sæt á blótið. Kom heim um 22:30 bara nokkuð ánægð. Við Brynhildur vorum tvær heima með flögur og kók. Horfðum saman á Barnaby. Ég hef ekki tölu á kossunum sem hún gaf mér. Henni fannst greinilega notalegt að eiga mömmu bara ein litla kvöldstund.
laugardagur, 23. febrúar 2008
Verð að upplýsa...
... eftir væl síðustu helgar, að síðasta vika var bara nokkuð góð. Fleiri sérfræðingar komnir með puttana í þetta. Vonandi að niðurstaða fáist í málið.
Kláraði foreldraviðtölin í gær. Var gjörsamlega búin eftir þetta. Lá í sófanum í gærkvöldi varla með rænu. Um helgina ætla ég að reyna að klára vestið sem ég er að prjóna, vonandi gengur það. Nú er ég að leiðinni út að hlaupa. Ekki veitir af smá hreyfngu. Húsbóndinn farin á skíði með þá eldri. Í gær keypti hann skíðaboga á bílinn. Erum alveg afskaplega útivistarlega á jeppalingnum okkar.
Kláraði foreldraviðtölin í gær. Var gjörsamlega búin eftir þetta. Lá í sófanum í gærkvöldi varla með rænu. Um helgina ætla ég að reyna að klára vestið sem ég er að prjóna, vonandi gengur það. Nú er ég að leiðinni út að hlaupa. Ekki veitir af smá hreyfngu. Húsbóndinn farin á skíði með þá eldri. Í gær keypti hann skíðaboga á bílinn. Erum alveg afskaplega útivistarlega á jeppalingnum okkar.
mánudagur, 18. febrúar 2008
Sit uppi í..
... stofunni minni og geng frá námsmati. Það er hálf skrýtið að hugsa til þess að þetta eru síðustu foreldraviðtölin sem ég tek við þennan hóp. Fjögur ár hafa liðið hratt. Ég sit sem sagt hér upp ein og hlusta á góða tónlíst á meðan ég pikka inn umsagnir. Úti er sól og blíða. Öfunda krakkan að eiga frí í dag. Ætli Eyjólfur sé ekki bara að hressast. Ég vona það að minnstakosti.
sunnudagur, 17. febrúar 2008
Er orðin heldur
langþreytt á þessu brunasári mínu. Allir virðast ráðþrota og engin skilur af hverju þetta grær ekki almenninlega. Síðasta vika var hreint út sagt ömurleg. Ofsakláði og pirringur. Eftir samtal við húðsjúkdómalækninn sem hér starfar var ég sett á bakteríudrepandi pillur. Eftir tvær slíkar var allta annað uppi á teningnum. Eðlileg sár með hrúður og nánast engin kláði. Hversu lengi ætli þetta haldist svona áður en allt fer á saman veg? Verð aðeins að væla utan í örðum en mínum eiginmanni. Hann er búin að innbyrgða ansi mikið af væli í mér undanfarið hálf árið.
Jæja þá er búið að hella úr sér og þá er bara að halda áfram í Pollýönnuleiknum og setja upp brosið :)
Jæja þá er búið að hella úr sér og þá er bara að halda áfram í Pollýönnuleiknum og setja upp brosið :)
fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Hvernig verð ég...
... í vor ef ég er nú þegar að leka niður af þreytu. Vikurnar eru ansi langar hjá mér og ekki var þessi neitt styttri þó einn kennsludagur féll nánst niður. Ég er úrvinda.
laugardagur, 2. febrúar 2008
Ég er...
... afskaplega fegin að búa ekki í torfkofa. Úti er hræðilega mikið frost enda þorri samkvæmt gamla tímatalinu. Fór til mömmu og pabba í gærkvöldi og hitaði mér við kamínuna þeirra. Ég bara verð að fara að fá mér svona. Þetta er svo rosalega notalegt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)