laugardagur, 23. febrúar 2008

Verð að upplýsa...

... eftir væl síðustu helgar, að síðasta vika var bara nokkuð góð. Fleiri sérfræðingar komnir með puttana í þetta. Vonandi að niðurstaða fáist í málið.

Kláraði foreldraviðtölin í gær. Var gjörsamlega búin eftir þetta. Lá í sófanum í gærkvöldi varla með rænu. Um helgina ætla ég að reyna að klára vestið sem ég er að prjóna, vonandi gengur það. Nú er ég að leiðinni út að hlaupa. Ekki veitir af smá hreyfngu. Húsbóndinn farin á skíði með þá eldri. Í gær keypti hann skíðaboga á bílinn. Erum alveg afskaplega útivistarlega á jeppalingnum okkar.

2 ummæli:

Álfheiður sagði...

Út að hlaupa já ...

Nafnlaus sagði...

æi, gott er að heyra.