laugardagur, 26. janúar 2008

Sátum nokkrar....

já nokkrar á vinnustofu kennara í gær þegar ein kallar upp yfir sig: Stelpur hvað erum við að gera hérna, Tommy Lee er út´á flugvelli!!!!!!!!!

mánudagur, 21. janúar 2008

Mér leiðist...

... yfirleitt pólitísk umræða. Aftur á móti finnst mér umræðan síðustu daga hafa verið einkar skrautleg og ekki síður fáránleg. Umræðan hefur einkennst af afbrýðissemi, valdagræðgi og vonbrigðum. Þessir pólitíkusar eru allir eins. Eru til í að hoppa undir aðra sæng ef eitthvað annað betra býðst. Borgarfulltrúar í Reykjavík hvar er umburðalyndið og náungakærleikurinn. Ætli flestum sé ekki sama um fötin hans Björns Inga sem hann hvort sem er getur ekki notað lengur því hann er orðin svo feitur (hans orð). Kannski hann gefi þessi gullföt í rauðakrossinn. Látið mig vita ef þið mætið róna í fötum frá Sævari.

föstudagur, 18. janúar 2008

Höfðum smá...

... fjölskyldustund hér hjá okkur í kvöld. Horfðum saman á Amadeus. Hækkuðum vel í og nutum. Sitjum núna með rauð nef, rauð augu og vasaklúta í hendi. Myndin er æðisleg og ekki spillir tónlistin fyrir.

miðvikudagur, 16. janúar 2008

Þessa stundina...

... eru átta stelpur hér að horfa á Hairspray. Það er mikil gleði í hópunum þær dansa og syngja með. Sem sagt rosa fjör.

þriðjudagur, 15. janúar 2008

Frí frá...

... heilsugæslunni næstu tvær vikurnar. Það er ákveðin léttir. Enn er nokkuð langt í land en allt stefnir þetta þó í sömu átt.

laugardagur, 12. janúar 2008

Svaaakalega....

... öfundaði ég Þorbjörn og stelpurnar í dag. Þau brugðu sér á skíði í Oddskarð. Veðrið var dásamlegt. Vonandi verð ég búin að liðka öxlina í lok mánaðarins svo ég komist með.

Á meðan þau skemmtu sér í brekkunum fór ég á minningarathöfn samkennara míns. Það var falleg athöfn í Eiðakirkju.

fimmtudagur, 10. janúar 2008

Útsala

Það er útsala í fatabúðinni á Egilsstöðum.


sunnudagur, 6. janúar 2008

Jól í kassa

Þá er búið að setja jólin ofan í kassa fyrir utan einn grip sem við ætlum að njóta aðeins lengur. Kláruðum að taka allt niður þ.á.m. jólatréð. Húsbóndinn var sem betur fer heima svo allt gekk hratt og vel fyrir sig. Nú er hann úti með dætrunum að skjóta upp pínulitlum flugeldum sem við fundum í þvottahúsinu frá því í fyrra. Öll skemmta þau sér konunglega.

miðvikudagur, 2. janúar 2008

Veruleikinn

Þá tekur veruleikinn við og afslöppunin að baki. Á morgun byrja ég aftur að vinna. Þorbjörn er þegar byrjaður og er ekki mikið búist við honum heima fyrr en eftir helgi. Nú er bara að fara að taka jóladótið niður. Ég ætla mér að taka niður jólagardínurnar í eldhúsinu í dag og eitthvað fleira jóladót. Mér finnst alltaf hálf sorglegt að setja jóladótið í kassa.

þriðjudagur, 1. janúar 2008

Gleðilegt ár!

Ég óska öllum gleðilegs árs og farsældar á því næsta. Hér voru strengd stór og mikil heit sem efna á. Áttum góð áramót á planinu með systur, mági, frænku og grönnum.