sunnudagur, 6. janúar 2008

Jól í kassa

Þá er búið að setja jólin ofan í kassa fyrir utan einn grip sem við ætlum að njóta aðeins lengur. Kláruðum að taka allt niður þ.á.m. jólatréð. Húsbóndinn var sem betur fer heima svo allt gekk hratt og vel fyrir sig. Nú er hann úti með dætrunum að skjóta upp pínulitlum flugeldum sem við fundum í þvottahúsinu frá því í fyrra. Öll skemmta þau sér konunglega.

Engin ummæli: