mánudagur, 21. janúar 2008

Mér leiðist...

... yfirleitt pólitísk umræða. Aftur á móti finnst mér umræðan síðustu daga hafa verið einkar skrautleg og ekki síður fáránleg. Umræðan hefur einkennst af afbrýðissemi, valdagræðgi og vonbrigðum. Þessir pólitíkusar eru allir eins. Eru til í að hoppa undir aðra sæng ef eitthvað annað betra býðst. Borgarfulltrúar í Reykjavík hvar er umburðalyndið og náungakærleikurinn. Ætli flestum sé ekki sama um fötin hans Björns Inga sem hann hvort sem er getur ekki notað lengur því hann er orðin svo feitur (hans orð). Kannski hann gefi þessi gullföt í rauðakrossinn. Látið mig vita ef þið mætið róna í fötum frá Sævari.

Engin ummæli: