miðvikudagur, 2. janúar 2008

Veruleikinn

Þá tekur veruleikinn við og afslöppunin að baki. Á morgun byrja ég aftur að vinna. Þorbjörn er þegar byrjaður og er ekki mikið búist við honum heima fyrr en eftir helgi. Nú er bara að fara að taka jóladótið niður. Ég ætla mér að taka niður jólagardínurnar í eldhúsinu í dag og eitthvað fleira jóladót. Mér finnst alltaf hálf sorglegt að setja jóladótið í kassa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hugsa að við tökum ekki jóladótið niður fyrr en um helgina. Og já, það verður alltaf allt svo tómlegt...

Hallveig sagði...

iss maður á ekki að SNERTA við þessu fyrr en eftir þrettándann ;) Nota dagana sem þó eru :D