miðvikudagur, 8. september 2010
Byrjaði í dag...
... aftur í Body balance. Er búin að vera misjöfn í bakinu. Á mánudaginn var ég fín í göngunni með samstarfsfólkinu mínu en verri á þriðjudaginn og í dag. Fann því svolítið til í leikfiminni í dag en ætla ekki að gefast upp. Ég trúi því að hreyfing sé alltaf til góðs.
miðvikudagur, 16. júní 2010
Ég er svolítið...
... spennt að sjá hvernig nýja borgarstjóranum tekst til í nýju starfi. Tilsvörin og Hönnu Birnubrosið fara bráðum að vera svolítið þreytt. Kannski hann finni upp á einhverju nýju t.d. að greiða sér eins og Dagur, hver veit.
mánudagur, 14. júní 2010
Nú er að...
... verða ár síðan ég bloggaði síðast svo nú er komin tími til að byrja aftur. Sumarfríið hafið hjá mér og úti er bongó blíða. Ekki þykir mér það leiðinlegt. Er byrjuð að skokka aftur og finnst það æði. Heimsmeistarakeppnin í fótbolta er í algleymingi og ekki er verra að vera í sumarfríi til að geta fylgst almennilega með.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)