sunnudagur, 28. október 2007

Í dag ....

... hjálpaði ég stelpunum að sauma rúmföt fyrir barbie dúkkurnar þeirra. Það var mjög skemmtilegt. Ég hafði ekki enn haft nennu til að leyfa þeim að sauma á saumavélina. Ég er viss um að við gerum eitthvað annað mjög fljótlega.

laugardagur, 27. október 2007

Allt er...

... að komast í ganga. Ég er óðum að finna mig aftur í kennslunni. Ég eyði samt enn allt of mörgum mínútum á heilsugæslunni en þeim fer vonandi fækkandi. Það er skrítið hvernig líkaminn bregst við áfalli. Frá upphafi brunaslysins hérna heima hef ég verið í góðu jafnvægi og er enn. Áfallið lýsir sér einna helst þannig að það er eins og hluti heilans liggi í dvala. Það er eins og öll heilastarfsemi sé í hægagangi. Ég vona að þegar sárin hafa gróið alveg þá komist heilinn á fullt skrið.

miðvikudagur, 17. október 2007

Kallinn ætlar.......

........taka þátt í spruningaþættinum Útrás á morgun. Þegar hann tilkynnti mér það var mitt svar á þá leið: Ókey ..... eeennn þú hleypur ekki!!

Stelpurnar báðar að fara í samræmdpróf á morgun og hinn. Það er ágætt að þær eru samstíga í þessu. Hér verður því hátíð á föstudagskvöldið, stelpupartí og horft á húsbóndann í varpinu. Við ætlum sko að hafa fullt af stelpunammi.

mánudagur, 8. október 2007

Blámann

Nú er hann Blámann okkar orðin svo duglegur að hann situr á öxlinni á Þorgerði eða Brynhildi. Hann vill ekkert með okkur Þorbjörn hafa. Við erum smá uggandi því hann á það til að gogga til þeirra. Þær hafa því tekið upp á því að hafa flugeldagleraugu til að verja augun ef vera skyldi að honum dytti í hug að gogga í átt að augunum. Vonandi eldist goggunin af honum.

laugardagur, 6. október 2007

Veturkonungur...

...bankar á gluggann. Í dag er sko komin vetur. Úti er rok og slydda/hagl. Þorbjörn var búin að taka að sér að syngja á jarðaför á Borgarfirði. Við ætluðum að gera úr þessu fjölskylduferð en þar sem konungur ákvað að minna á sig urðum við eftir heima. Þorbjörn er s.s. á leið einn niður eftir á sumardekkjum.