laugardagur, 27. október 2007

Allt er...

... að komast í ganga. Ég er óðum að finna mig aftur í kennslunni. Ég eyði samt enn allt of mörgum mínútum á heilsugæslunni en þeim fer vonandi fækkandi. Það er skrítið hvernig líkaminn bregst við áfalli. Frá upphafi brunaslysins hérna heima hef ég verið í góðu jafnvægi og er enn. Áfallið lýsir sér einna helst þannig að það er eins og hluti heilans liggi í dvala. Það er eins og öll heilastarfsemi sé í hægagangi. Ég vona að þegar sárin hafa gróið alveg þá komist heilinn á fullt skrið.

1 ummæli:

Hildigunnur sagði...

Alveg örugglega :)