mánudagur, 8. október 2007

Blámann

Nú er hann Blámann okkar orðin svo duglegur að hann situr á öxlinni á Þorgerði eða Brynhildi. Hann vill ekkert með okkur Þorbjörn hafa. Við erum smá uggandi því hann á það til að gogga til þeirra. Þær hafa því tekið upp á því að hafa flugeldagleraugu til að verja augun ef vera skyldi að honum dytti í hug að gogga í átt að augunum. Vonandi eldist goggunin af honum.

1 ummæli:

Álfheiður sagði...

Ohhh, ég man hvað mér var illa við þessi kvikindi þegar ég var yngri, var alltaf svo hrædd um að þau myndu gogga í mig, sem þau og gerðu stundum. En vonandi þroskast Blámann og verður hinn gæfasti gaukur.