sunnudagur, 28. október 2007

Í dag ....

... hjálpaði ég stelpunum að sauma rúmföt fyrir barbie dúkkurnar þeirra. Það var mjög skemmtilegt. Ég hafði ekki enn haft nennu til að leyfa þeim að sauma á saumavélina. Ég er viss um að við gerum eitthvað annað mjög fljótlega.

1 ummæli:

Hildigunnur sagði...

Fífa fékk lánaða saumavélina hennar ömmu sinnar núna um helgina. Ég er hreint ekkert viss um að hún rati neitt til baka á Sunnuflötina :D