sunnudagur, 4. nóvember 2007

Sagði við tengdapabba...

...á leiðinni frá flugvellinum á föstudaginn, hvað engar jólaskreytingar. Hann glotti og bað mig að bíða róleg. Þegar við renndum upp að húsinu hans var körfubíll í næsta garði að hengja upp jólseríur. Bílinn búinn að vera allan daginn og unnið var fram yfir miðnætti. Í gærkvöldi var reyndar partí í húsinu en ég skil ekki hvað það kemur jólaskreytingum við. En okkur er ekki ætlað að skilja alla hluti.

4 ummæli:

Hildigunnur sagði...

Alveg skal ég trúa þessu upp á nágrannana.

Ætli hafi líka verið jólatré og jólasveinn í heimsókn í partíinu?

Álfheiður sagði...

Jóla hvað???

Álfheiður sagði...

Hvað er að frétta?

Helga Magnúsdóttir sagði...

Allt í fína :)Henni frú Þórdísi fannst þetta ekki mikið. Ferðum á heislugæsluna er nú lokið. Nú sé ég um þetta alfarið sjálf og fer svo á fund Þórdísar eftir tvær vikur.