föstudagur, 31. október 2008

Dásemd

Það er svo dásamlegt að vera einn heima. Fara í sjóðheitt bað og hlusta á páfagaukinn syngja frammi. Þetta er nauðsynlegt annað slagið.

föstudagur, 24. október 2008

Frumburðurinn er á ...

... leiðinni á ball. Fórum í dag í búðir og splæstur foreldrarnir í þessa æðislegu skó. Veit ekki hvaðan hún hefur það að velja sér svona áberandi skó. Í fyrra valdi hún sér silfurskó og nú rauða. Smekklegir eru þeir. Sjálf keypti hún sér kjól. Mér finnst ég eiga,já og við, eiga afskaplega fallega stelpu.





miðvikudagur, 22. október 2008

Mikið afskaplega...

... hlakka ég til jólanna!!!!!!!

föstudagur, 10. október 2008

Það var virkilega...

... notalegt að hafa enga miðla í gangi í kvöld. Slökkt var á sjónvarpi og útvarpi. Höfðum engan áhuga að heyra meira um þetta allt saman. Fyrir vikið áttum við sérlega notalega stund. Það er langt síðan ég hef legið með bók uppí sófa um kvöldmatarleitið á föstudegi. Ég mæli með því. Nú eru stelpurnar farnar í rúmið og ég bíð eftir tenórnum en vinnan kallaði í kvöld. Vel á minnst ég sá Tenórinn í gærkvöldi. Ég var mjög stollt af frændum mínum. Skemmti mér konunglega.