Ég var að hugsa um að hætta þessu algjörlega. Einhver smá niðursveifla en nú er allt á uppleið.
Í síðustu viku gerðist ég dagmamma. Helga frænka mín og nafna var hér hjá mér. Það var virkilega gaman að gæta hennar þessa daga.
Helgin hefur verið viðburðarík. Á föstudagskvöldið fórum við í sólstöðugöngu. Ferðin var afar skemmtileg. Við urðum öll fyrir hughrifum þegar við sáum sólina síga bak við ský fallega appelsínugul rétt fyrir miðnættið. Á laugardaginn fórum við á skógardaginn mikla í Hallormsstaðarskógi. Gæddum okkur á nautakjöti, eldsteiktum lummum og ketilkaffi. Þetta var afar skemmtilegur dagur.
Í dag slóum við lóðina. Okkur tókst að skekkja hnífinn á sláttuvélinni, brjóta orfið og sólbrenna frekar mikið. Já svo sannarlega viðburðarík helgi.
1 ummæli:
gott þú hættir við að hætta við :)
Skrifa ummæli