miðvikudagur, 21. maí 2008

Í dag drógum...

... við hjónin fram hlaupaskóna að nýju. Höfum ekki tekið sprett í tíu daga vegna krankleika frúarinnar. Vorkvefið herjaði á frúna í nokkuð marga daga. Bóndinn gerði allt sem hann gat til að frúnni batnaði. Söng marga fagra batni söngva. Og nú er frúin góð að nýju. Nú tekur við törn í skólanum. Vitnisburður og frágangur. Eins gott að vera í formi.

Fór annars í svona konu afmæli um helgina. Það var mjög gaman. Og nú er æft á fullu fyrir tónleika á sunnudaginn. Held bara að þetta verði nokkuð góðir tónleikar. Kammerkórinn hefur aldrei verið betri að mínu mati.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fenguð þið bassa?

Þorbjörn sagði...

Já, Hrólfur mun koma