Byrjuðum daginn á því að tína af rifsberja og sólberjarunnunum. Svo var soðið og fengin hrásaft. Nú er allt komið á flöskur og inn í frysti. Eigum nebblea engar krukkur þessa stundina. Ég fór með þær allar til að nota í skólanum. En þá er bara að safna aftur og taka einn og einn lítra úr frysti og búa til hlaup. Svo var pantað austurlamb frá Steina og Soffíu. Nú er fyrstiskápurinn okkar orðin nánast fullur. Kannski förum við á morgun og tínum nokkra sveppi. Vonum að veðrið verði jafn gott og í dag, 17 stig og sól.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli