sunnudagur, 13. apríl 2008

Það var virkilega...

... notalegt að fá bóndann fyrr heim í gær. Hann ætlaði að koma seinnipartinn en tók hádegisvélina í staðinn. Ég ætlaði að vera búin að skúra, skrúbba og bóna áður en hann kæmi, tókst náttúrulega ekki. Í dag er hann farin á skíði ásamt yngri dóttur og vinkonu hennar. Ég búin að fara út að hlaupa og heimsækja systur og frænku. Hún er alveg óttalega mikil dúlla. Í dag ætla ég að slappa af, vinna svolítið og fara á tónleika. Hlakka til.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bóndinn missti á móti af tónleikum litlafrænda. En það gerir ekkert til, þeir eru á netinu...

Hmm, hins vegar held ég að ég hafi steingleymt að minna Þorbjörn á að koma með Harry Potter tölvuleikinn sem dætur ykkar voru búnar að lofa Finni. Spurning um að henda honum í póst, hann má vel virka sem afmælisgjöf...