... ég á námskeið í gerbakstri. Heimilisfræði kennarinn við skólann var með þetta námskeið. Lærði fullt af trikkum og er nú mun færari í að baka úr geri en áður, var samt mjög góð fyrir. Bakaði gómsæta afmæliskringlu, klippta og allt, sem rann vel niður í dætur og vinkonur þeirra í dag. Ég er svo ánægð með mig. Nú sit ég ein og sötra öl. Kallinn er að passa unglingana í skólanum sínum. Það er ball og ekki von á honum fyrr en seint. Grey hann.
2 ummæli:
Ég er á leiðinni...
Ohhhh hvað ég hlakka til að fara að námskeiðið nk. fimmtudag!
Skrifa ummæli