sunnudagur, 30. nóvember 2008

Enn ein helgin...

... á enda runnin. Þessi var mjög viðburðamikil miðaða við margar aðrar. Toppurinn var að í dag voru tvær litla frænkur hér hjá okkur. Systurnar Helga Kolbrún og Katrín Jökla voru hjá okkur meðan foreldrarnir brugðu sér af bæ. Við Þorbjörn fengum að rifja það upp að vera með tvær dömur aðra að verða 4 ára og hin að verða 10 mánaða. Við komumst að því að við höfum engu gleymt. Nú sitjum við í rólegheitunum og hlustum á jóladisk Anne Sofie von Otter og slöppum af. Diskurinn er þvílíkt dásamlegur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

elsku systir. Takk fyrir pössunina aftur. Katrín Jökla svaf svo vel í í nótt að við Kobbi vorum að ræða það í morgun hvort rólegheitin hjá ykkur í gær hefðu haft þessi góðu áhrif á hana.
ruth sis

Þorbjörn sagði...

Iss, hún hefur bara verið svona uppgefin eftir að hafa veirð hjá þessu skrítna fólki...