sunnudagur, 14. desember 2008

Bakstur

Ég er afskaplega ánægð með okkur hér á 16. Á föstudaginn voru bakaðir Sörubotnar og smurt ofan á þá og þeir hjúpaðir í gærkvöldi. Í dag er frumraun mín í Stollubakstri. Nú er "stollan" mín í ofninum svo ég get svo sem ekki montað mig mikið ennþá en ég er afskaplega ánægð með mig.

Í gær var frábær jólamarkaður. Við keyptum okkur rykkling og síld. Við smökkuðum reykt geitarkjöt sem bragðaðist mjög vel og síðast en ekki síst hrátt hangikjöt. Hægt var að fá ketilkaffi, vöfflur og rússasúpu. Margt fallegt og skemmtilegt var að skoða og sjá. Hlakka til ef skógarbændur á Héraði taka aftur upp þráðinn fyrir næstu jól.

Engin ummæli: