sunnudagur, 21. desember 2008

Jólaundirbúningurinn...

... í fullum gangi. Fyrir þá sem langar til að fylgjast með okkur á 16 þá erum við að verða búin að ÖLLU!!!!! Búið að þrífa stofu, eldhús, herbergi stelpnanna, taka til í skotinu á ganginum og þvottahúsinu. Í dag var jólatré sótt og valdi Brynhildur tréð. Hún hefur kvartað undan því hversu hátt jólatré foreldrarnir velja. Hún vill lítið jólatré. Nú fékk hún sem sagt að ráða. Fór með afa upp í skóg að ná í tré. Mér var nú ekki alveg sama og sagði við hana áður en hún fór að það mætti nú ekki vera mikið minna en hún sjálf. Auðvitað ekki svaraði sú stutta, því þá komum við ekki öllu skrautinu á tréð. Mér var mikið létt. En hér eru myndir úr skóginum í dag.1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dugnaður er þetta :D

Við erum voða spennt að sjá okkar tré, er búið að ná í slík líka?