sunnudagur, 12. apríl 2009

Komum heim frá...

... Reykjavík í gær. Ísold var fermd í gær og var aðeins hinkrað á Höfn og troðið sig út af dýrindis kökum og krásum. Vorum örþreytt þegar við komum í gærkvöldi. Tókum samt allt upp úr töskunum og gerðum pínu huggulegt fyrir páskadaginn sjálfann. Hjá okkur eru engar sérstakar páskavenjur við erum jú alltaf rétt komin heim á páskadag eða á leiðinni eða rétt ókomin. En svona er þetta bara. Það er nauðsynlegt að rækta frændgarðinn og er páskafríið tilvalin tími. Áttum góða daga í Reykjavík. Veðrið frábært og slöppuðum við af við að versla :), liggja í sundlaugunum og hvíla okkur hjá Stínu sys eða Sunnuflötinni. Borðuðum vel og fórum í bíó.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá ykkur, eins og alltaf :) Gleðilega páskarest...

Nafnlaus sagði...

While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)

email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.