laugardagur, 21. mars 2009

Í dag fór ég...

... í bongó blíðu til Neskaupstaðar. Kom heim um kl. 14:30 og beint inn í íþróttahúsið að horfa á hana Brynhildi keppa í fimleikum. Hún er auðvitað lang, lang best af öllum að mínu mati. Dátlítið svekkjandi að eyða svona fallegum degi innandyra. Eftir mótið var farið í eins árs afmælið hennar Jöklu og svo heim. Þegar heim var komið var sturtað í sig hvítvíni og borðarður skyndibiti. Passar mjög vel saman. Lífið er ljúft.

Engin ummæli: