föstudagur, 6. júlí 2007

Rólega deildin

Í dag héldum við upp á afmælið hennar Brynhildar. Á afmælisdaginn verðum við að heima eins og venjan er. Það getur verið hrikalega fúlt að eiga afmæli í miðjum júlí. Jæja hún bauð krökkum úr bekknum sínum. Við hjónin erum vön mjög háværum hóp ungra stúlkna þegar sú eldri á afmæli. Við gleymum hins vegar alltaf hversu róleg bekkjarfélagar þeirrar yngri eru. Þau eru svo róleg að húsfrúin sofnaði á meðan afmælinu stóð.

1 ummæli:

Álfheiður sagði...

Til hamingju með daginn vinkona!!!