sunnudagur, 23. mars 2008
Gleðilega páska!
Þá erum við aftur komin heim. Suðurferðin var bara hreint ágæt. Við versluðum dálítið mikið en gerðum margt annað skemmtilegt t.d. fór stórfjölskyldan í myndatöku. Ég hitti sérfræðinginn minn vegna brunasáranna. Fékk kannski ekki mikið út út því og þó. Þorbjörn túlkaði Pílatus í Hallgrímskirkju í Jóhannesarpassíu eftir Arvo Pärt. Hann brá ekki út af vananum og söng eins og engill, kannski ekki hægt að líkja Pílatusi við engil. Á föstudaginn langa keyrðum við heim í yndislegu veðri. Í gær var keypt inn fyrir páskana. Nú lítur húsið virkilega vel út, túlípanar, páskaliljur og annað páskaskraut prýða stofuna. Við fórum og kíktum á litlu frænku sem er að sjálfsögðu algjör dúlla. Í dag er jafnvel hugmynd að fara á skíði. Kannski frúin bregði sér með þó ekki til að renna sér. Njótið dagsins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju með frænkuna!
Kveðjur í bæinn
Skrifa ummæli