þriðjudagur, 11. desember 2007

Ó nei...

... það er ekkert planað bloggfrí frekar andleysi. Veit t.d. ekki hvað ég get sagt meira nema þá helst að Dalaprinsinn er úti að skafa af stéttinni í hvítum stígvélum. Annars verður æ jólalegra, úti er hláka og allur snjór að hverfa. Er það ekki venjan rétt fyrir jólin? Rok og rigning svo allar skreytingar liggja á hliðinni, sá nokkrar í morgun í tannlæknagötunni. Ég man að fyrir ári síðan var allt á kafi í snjó, tré í hvítum fötum eins og í amerískum kvikmyndum. En svo kom fröken hláka og allt fór í burtu og jólin urðu verulega rauð. Ég bloggaði nebblega um þetta í fyrra og hefði birt það hér ef ég hefði ekki eytt öllu í smá kasti.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bíddu,bíddu,bíddu, dalaprinsinn??

útskýringar takk :D

Helga Magnúsdóttir sagði...

Já, kannski ekki fallegt af mér að setja þetta inn á bloggið. Minntu mig á þetta næst þegar við heyrumst eða sjáumst.

Hildigunnur sagði...

mí túú :o