sunnudagur, 16. desember 2007

Jólamarkaður

Í dag fór ég á frábæran jólamarkað. Skógarbændur á héraði stóðu fyrir þessu. Þarna var handverksfólk að selja sínar vörur, jólatré til sölu, boðið upp á ketilkaffi, súpu að hætti Hrafns heitins á Hallormsstað og ekki síst allt hangikjötið. Kjósa á kjötkrók svæðisins. Keppendur voru níu. Allir sem vildu fengu að smakka og kjósa besta kjötið. Það voru tveir sem stóðu upp úr að mínu mati. Frábær stemming.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

snilld :)