miðvikudagur, 19. desember 2007

Nú er bara...

... jólaball eftir og nokkrir undirbúningstímar með ´Fjólu og Lindu í fyrramálið. Annars er ég ekki alveg til í að fara í frí. Ég er búin að vera svo mikið í veikindaleyfi frá hausti að samkvæmt mínu innbyggða mánaðartali eru jólin alls ekki að koma. Skrítið hvað allt breytist þegar við tökum smá beygju af okkar venjulega róli. En ég hlakka samt til jólanna. Við komum okkur í stuð þegar við hjónin erum komin í frí.

Engin ummæli: